09.05.1932
Efri deild: 70. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1788 í B-deild Alþingistíðinda. (1843)

35. mál, lækningaleyfi

Frsm. (Jón Jónsson):

Þetta frv., sem hér er til umr., er allmikill lagabálkur, sem hefir að geyma ýms skýrari ákvæði en eru í núg. lögum um lækningaleyfi og réttindi og skyldur lækna og annara, er lækningaleyfi hafa. Auk þess eru í frv. nokkur merk nýmæli í þessum efnum, sem ekki hafa verið í lögum hér á landi. Í I. kafla þess er gert ráð fyrir, að hver sá, sem vill stunda lækningar, fái til þess leyfi heilbrigðisstj., en eftir núg. lögum er aðeins sett það skilyrði, að læknirinn hafi lokið prófi við læknadeild háskólans, eða við aðra hliðstæða menntastofnun. Nú eru í þessu frv. m. a. sett þau skilyrði, að læknirinn sé hraustur andlega og líkamlega, þannig að eigi geti stafað hætta af honum við læknisstörf, og að hann hafi ekki kynnt sig að drykkjuskaparóreglu, hirðuleysi eða ódugnaði í störfum sínum, sbr. 2. gr. frv. M. ö. o. eru hér sett talsvert strangari skilyrði fyrir lækningaleyfi en áður hafa gilt. Í öðru lagi er einnig gert ráð fyrir því, að þeir, sem vilja stunda sérfræðigreinar læknisfræðinnar, verði að fáa leyfi heilbrigðisstj. til þess að kalla sig sérfræðinga og starfa samkv. því. Þá eru og nokkur nánari ákvæði um þekkingu lækna og skyldur þeirra heldur en þau, sem eru í núg. logum. Loks eru í 13. gr. frv. ákvæði um það, að heilbrigðisstj. geti sett gjaldskrá um borgun fyrir störf lækna, annara en héraðslækna. Ef samningar takast milli stéttarfélags þeirra og ríkisstj. skal miða þá við gjaldskrá héraðslækna og föst meðallaun þeirra, og skal ákveðin sú hundraðstala til hækkunar á gjaldskránni, sem ætla má, að hækki greiðslur fyrir áætlað meðalársstarf læknis, um álíka upphæð og föst meðallaun héraðslæknis. Í gjaldskránni skal ákveða greiðslur fyrir störf sérfræðinga, en kveðja skal fulltrúa frá stéttarfélagi þeirra til, áður en þeir liðir eru ákveðnir. Semja má um allt að þriðjungi hærri greiðslur til handa sérfræðingum fyrir störf, er heyra til sérgrein þeirra. Nú nást eigi samningar við stéttarfélög þessara lækna, og semur þá landlæknir gjaldskrá, er ráðh. staðfestir, til tryggingar því, að almenningi verði eigi seld læknishjálp óhæfilega háu verði. Loks eru í III. kafla frv. ákvæði um að banna skottulækningar, og ná þau ákvæði eigi aðeins til ólærðra manna, heldur til þeirra lækna, sem ekki hafa fengið fullkomið lækningaleyfi. Að síðustu eru ýms ákvæði í IV. kafla frv., um refsingar, sviptingar læknisleyfis og endurfengið lækningaleyfi. N. lítur svo á, að frv. sé vel undirbúið og fullkomlega til þess fallið að leiða það í lög.

Þá vil ég með örfáum orðum minnast á brtt. n. á þskj. 611. Fyrsta brtt. er við 3. gr. frv., um að heilbrigðsstj. geti veitt tannlæknum lækningaleyfi samkv. tannlækningalögunum. Það er aðeins nánari ákvörðun um, að leyfið skuli byggt á heim lögum. Önnur brtt. er þess efnis, að orða skýrara síðasta málsl. fyrri málsgr. 7. gr., að lækni skuli heimilt að senda landlækni einum vottorðið sem trúnaðarmál, ef honum þykir ástæða til vegna ákvæða 10. gr. að halda því leyndu.

Þriðja brtt. er við 13. gr. frv., um að upphaf 3. málsgr. orðist svo sem þar segir. Það er aðeins orðabreyt., að í stað „taxtanum“ komi: gjaldskránni. Það er ekki búið að gera rá fyrir „taxta“ áður í frv., en hugsunin er vafalaust sú, að um greiðslur skuli fara eftir gjaldskrá, sem talað er um í 2. málsgr.

Síðasta brtt. n. er við 16. gr., þess efnis, að fella burt úr fyrri málsgr. orðin „eða sjúkdóma, sem sótthiti fylgir“. N. virðist óþarft að banna þeim, sem hafa takmarkað lækningaleyfi, að taka til meðferðar alla sjúkdóma, sem sótthiti fylgir, eins og greinin ætlast til, því að þeir sjúkdómar eru svo margir, enda þótt sumir þeirra séu ekki hættulegir. Ég skal geta þess, að einn nm., hv. 4. landsk., hefir einhverja sérstöðu viðvíkjandi 13. gr. frv., og sé ég ekki ástæðu til að ræða um þá sérstöðu hans f. h. meiri hl. n. fyrr en hann hefir gert grein fyrir henni. Yfirleitt þótti n. frv. vera vel undirbúið og leggur til, að það verði samþ. með þeim breyt., sem ég hefi gert grein fyrir.