09.05.1932
Efri deild: 70. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1810 í B-deild Alþingistíðinda. (1855)

35. mál, lækningaleyfi

Halldór Steinsson:

Það var eitt atriði í ræðu hv. frsm., sem ég vildi mótmæla. Hann hélt því fram, að læknar hafi ætlað að hefja verkfall 1919. Ég veit ekki, hvað hann hefir átt við. Mér er ekki kunnugt um, að það hafi nokkurntíma komið til orða, að læknar gerðu verkfall, og mér er ekki kunnugt um neitt tilefni til þess. (JónJ: Það átti að vera pressa í launamálinu). Ég get upplýst hv. þm. um það, að læknarnir þurftu ekki á slíkum ráðum að halda. Það gekk mjög greiðlega, jafnt fyrir þá stétt sem aðrar stéttir að fá laun sín sanngjarnlega hækkuð. Ég var þá á þingi og var vel kunnugt um þetta, að það þurfti aldrei að grípa til neinna slíkra ráða og kom einu sinni aldrei til tals. (JónJ: Ætli það sé nú ekki fullmikið sagt?). Læknar eru svo settir, að hversu miklu ranglæti, sem þeir eru beittir, gera þeir aldrei verkfall, jafnvel ekki, þó þeir sett leiknir eins harkalega og hér er gert, með því að taka þá stétt eina út úr og skammta henni kaup fyrir vinnu sína, þó þeir séu embættislausir og vinni fyrir einstaklinga.