03.06.1932
Neðri deild: 92. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 557 í B-deild Alþingistíðinda. (187)

1. mál, fjárlög 1933

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Mig furðar á því, að hæstv. fjmrh. skuli ekki svara skilmerkilega þeirri fyrirspurn, er ég beindi til hans, og sem sannarlega var ekki tilefnislaus, þar sem einn af öruggustu stuðningsmönnum hæstv. ráðh. og hv. 2. þm. Skagf. gaf þá yfirlýsingu hér í þó., að stj. hefði verið ráðin í að stjórna landinu með bráðabirgðafjárl., ef fjárlfrv. fyrir árið 1933 yrði fellt á þessu þingi. (LH: Ég held, að það hafi enginn annar heyrt þau orð). Jú, allir þdm. hafa áreiðanlega heyrt það, nema ef til vill hv. þm. V.-Sk. Þetta er auðvitað beinlínis brot á stjskr., og svo þykir hæstv. fjmrh. viðeigandi að gefa engar skýringar á því, hverjar fyrirætlanir stj. hafi verið í þessu efni. En ég skal auðvitað ekkert fullyrða um nema þetta hafi verið fleipur hjá hv. hm. V.-Húnv. Það er sú minnsta krafa, sem hægt er að gera til hæstv. fjmrh., að þingið fái að vita, hverskonar ráðagerðir og bollaleggingar hafa verið á seyði hjá stj. og hennar flokki, ef fjárlfrv. yrði fellt. þingið og þjóðin þurfa að vita um þetta. Ef það hefir verið ásetningur hæstv. fjmrh. í fráfarandi stj. að stjórna landinu fjárlagalaust, þá hygg ég, að það muni renna tvær grímur á ýmsa þm. að veita honum traust til nýrrar stjórnarmyndunar á morgun.