13.05.1932
Efri deild: 74. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1826 í B-deild Alþingistíðinda. (1883)

600. mál, skattgreiðsla h/f Eimskipafélags Íslands

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Fyrir nokkrum árum, þegar þetta var til umr. hér á þingi, var lögð á Eimskipafél. Ísl. sú kvöð að flytja milli Íslands og útlanda 60 farþega á ári kostnaðarlaust, og eru um þetta ákvæði í 1. um menntamalaráð. Ég greiði atkv. með þessu frv., ekki bara vegna þess sjálfs, heldur líka með þeim skilningi, að þessi kvöð sé ennþá viðurkennd af Eimskipafél. Ísl., eins og verið hefir.