25.04.1932
Neðri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1834 í B-deild Alþingistíðinda. (1909)

165. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Héðinn Valdimarsson:

Ég vil óska þess, að hægt væri að koma málinu sem fyrst gegnum þessa umr. Ef málið yrði aftur tekið fyrir undir eins á morgun, þá hefi ég ekkert á móti því, að það verði tekið út af dagskrá nú. Annars má ekki dragast lengi að afgr. Þetta. Það er nú farið að líða á þingtímann, og það er mjög mikilsvert fyrir Rvík að fá samþ. l. um þetta á þessu þingi.