03.06.1932
Neðri deild: 92. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 562 í B-deild Alþingistíðinda. (193)

1. mál, fjárlög 1933

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Hv. hm. segir, að þar, sem við jafnaðarmenn séum með, þar snúist allt til hins illa og allt leggist í flag. Þetta er þá dómurinn um starfsemi Framsóknarflokksins á undanförnum árum, sem fór með stjórn landsins fyrir tilstilli okkar jafnaðarmanna. Svo skildist mér á honum, að sama máli hefði verið að gegna um samvinnu okkar við sjálfstæðismenn um kjördæmaskipunarmáið, allt það starf hefði farið í flag. Ég veit ekki, hvort á að skilja þessi orð hv. þm. svo, að nú sé eyðilagt það mál, sem við ætluðum að vinna að ásamt Sjálfstæðisflokknum, nefnilega kjördæmaskipunarmálið. Þætti mér æskilegt í því sambandi, að ráðh. Sjálfstæðisflokksins, hv. 2. þm. Skagf., vildi skýra frá, hvort þetta er rétt, sem hv. þm. gefur í skyn, að nú sé framgangur þessa máls stöðvaður.