22.04.1932
Efri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1859 í B-deild Alþingistíðinda. (1948)

404. mál, fasteignalánafélög

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Mér var synt frv. Þetta áður en það var lagt fyrir deildina. Ég sé ekkert athugavert við það, þótt þessi breyt. verði gerð. Ég álít, að hún geti komið að gagni, en geti ekki gert miska. Eins og stendur verða menn að sæta okurkjörum um lán út á alla veðrétti nema hann fyrsta. En umbætur á þessu verða að gerast fyrir samstarf manna sjálfra, og er þá síður hætta, að kallað sé á ríkisvaldið til hjalpar, nema um skattfrelsi á bréfunum, eins og gert er ráð fyrir í frv.