14.05.1932
Efri deild: 75. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1873 í B-deild Alþingistíðinda. (1987)

294. mál, frystihús á kjötútflutningshöfnum

Frsm. (Jón Jónsson) [óyfirl.]:

Þegar þessi brtt. kom fyrst fram á fundi n., sýndist mér hún fremur sakleysisleg. Það er vitanlega hugmyndin, að þegar frystihús eru reist, fái allir framleiðendur aðgang að þeim, sem vilja, og veit ég ekki til, að frystihúsin hafi nokkursstaðar verið framkvæmd öðruvísi. Í lögunum er gert ráð fyrir því, að annaðhvort sýslufélög eða samvinnufélög reisi húsin. Ef það eru sýslufélögin, sem gera það, þá geta þau vitanlega sett reglur, er tryggi það, að allir héraðsbúar hafi jafnan aðgang, en séu það félög, sem reisa frystihúsin, t. d. samvinnufélög, þá er það vitanlegt, að þau standa öllum opin. Þess vegna sýnist ekki ástæða til að setja fram víðtækari kröfur um það efni.

Mér skildist á ræðu hv. flm. brtt., að hann halda fram, að utanfélagsmenn ættu að hafa jafnan rétt til frystihúsanna og félagsmenn, en það finnst mér nú vera dálítið óeðlilegt, og að hitt sé alveg nóg, að öllum sé tryggður réttur til þess að geta orðið aðnjótandi þeirra hagsbóta, sem frystihúsin veita. Það er ekki rétt, þegar félagið leggur fram mikið fé til hússins, leggur bæði í ábyrgð og áhættu vegna þess, að þá eigi utanfélagsmenn jafnan rétt til þess að nota þessa eign félagsins eins og félagsmenn sjálfir. Þessa vegna get ég ekki fallzt á brtt. hv. 4. landsk., enda tel ég hana óþarfa, með því að hvort setu sýslufélög eða samvinnufélög byggja þessi hús, þá er það tryggt, að allir, sem vilja, geta fengið að flutningshöfnum. gang að þeim, með því að uppfylla sömu skilyrði.