06.06.1932
Efri deild: 96. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 568 í B-deild Alþingistíðinda. (200)

1. mál, fjárlög 1933

Forseti (GÓ):

ég verð að segja það, að þótt þessi ræða væri falleg hjá hv. 2. landsk., þá kom hún eftir dúk og disk. Það voru allar líkur til, að fjárl. ættu ekki eftir að koma til umr. hér, svo að það var bara heppni, að hv. þm. gat spúð þessu úr sér, og ég veit ekki, hvort nokkur hefir haft gagn af því.