31.03.1932
Neðri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1884 í B-deild Alþingistíðinda. (2003)

215. mál, millisíld úr búi Síldareinkasölu Íslands

Sveinn Ólafsson:

Ég ætla ekki að ræða þetta lengi, en verð að svara nokkrum fullyrðingum frá hendi hv. flm. Hann hélt því fram, að hér væri ekki um nein forréttindi að ræða fyrir eigendur millisíldarinnar. Mér er ekki hægt að skilja, að hér sé um nokkuð annað að ræða. Það er vitað, að þarna eiga þrotabússkipti að fara fram. Undireins og einn skuldheimtumannanna fær rétt til þess að draga sínar kröfur út úr þrotabúinu á undan hinum, þá eru honum bersýnilega veitt forréttindi. Um slíkt þarf ekki að deila.

En um hitt, sem fram kom í ræðu hv. flm., að ég hefði gefið í skyn hér ætti að fella þetta frv. þegar við 1. umr., þá verið ég að taka það fram, að ég lét ekkert slíkt í ljós. Og til þess að taka af allan vafa um það atriði skal ég geta þess, að ég tel réttara, að frv. fái að koma til n., til þess að það fái fyllri athugun og aflað verði frekari upplýsinga. Ég gat þess einungis aðan, að undirtektir mínar við þetta mál hér í d. mætti skoða sem fyrirboða þess, hvernig ég taki frv., ef það komi til n.