06.05.1932
Neðri deild: 68. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1886 í B-deild Alþingistíðinda. (2011)

215. mál, millisíld úr búi Síldareinkasölu Íslands

Magnús Guðmundsson:

Það er aðallega fyrirspurn til hv n. út af þessu máli. Það er svo ákveðið í frv., að fella skuli niður jafnháa upphæð af forgangskröfum ríkissjóðs í bú síldareinkasölunnar eins og nemur andvirði þeirrar síldar, sem um er að ræða í frv. Ég sé nú ekki, hreinskilnislega sagt, hvers vegna það er nauðsynlegt fyrir ríkissjóð að gefa eftir af sínum forgangskröfum, þó uppfyllt verði þessi sanngirniskrafa millisíldareigenda. Ég sé ekki, að það sé réttlátt, að ríkissjóður eigi einum að blæða fyrir það, þó einkasalan hafi orðið fyrir þeirri heppni að fá þessa síld af tilviljun. Mér skilst, að það séu afleiðingar bráðabirgðalaganna, ef þetta er nauðsynlegt. Ég vildi gjarnan heyra, hvað hv. frsm. segir um þetta.