17.05.1932
Efri deild: 76. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1888 í B-deild Alþingistíðinda. (2021)

215. mál, millisíld úr búi Síldareinkasölu Íslands

Jón Jónsson:

Ég verð að játa, að ég hefi ekki fylgzt eins vel með þessu máli og skyldi. Ég veit t. d. ekki, hve mikla þýðingu þetta hefir fyrir bú síldareinkasölunnar. Mér skilst það liggja fyrir, að hér sé verið að gefa eftir eitthvað af því fé, sem síldareinkasalan gæti fengið og notað til að lækka töp sín. Ég veit ekki heldur, hvort þetta er fram borið í samráði við skilanefnd síldareinkasölunnar. Um þetta og um hve háa upphæð er að ræða vildi ég gjarnan fá upplýsingar. Mér finnst tímarnir vera svo, að ekki sé rétt að hrapa að því að láta af hendi þá aura, sem hér ræðir um, nema fyllsta sanngirni mæli með því.