17.05.1932
Neðri deild: 76. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1894 í B-deild Alþingistíðinda. (2051)

366. mál, öryggi við siglingar

Frsm. (Guðbrandur Ísberg):

Um þetta frv. er nákvæmlega það sama að segja og frv. á þskj. 365. Það er einnig flutt með tilliti til Lundúnasamningsins frá 1929, sem fjallar um öryggi við siglingar. Hér er aðeins að ræða um ýms ákvæði, sem flest hafa áður verið óskrifuð lög, eins og t. d. það, að skip skuli koma hvert öðru til bjargar í sjávarháska og því um líkt.

Ég tel ekki ástæðu til þess að fjölyrða um þetta, en vísa aðeins til grg. frv.