28.04.1932
Neðri deild: 62. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1895 í B-deild Alþingistíðinda. (2057)

527. mál, reksrarlán fyrir Landsbanka Íslands

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Þau tvö frv., sem nú eru á dagskrá um heimild fyrir stj. til þess að ábyrgjast rekstrarlán handa bönkunum, munu ekki hafa komið hv. þd. á óvart. Hefi ég rætt þetta mál við fjhn. þessarar d. í sambandi við Útvegsbankamálið. Hefir verið gerð grein fyrir því, að sú ábyrgð nægi ekki, og þarf líka rekstrarfé til útgerðar þeirrar, sem skiptir við Útvegsbankann. Er innistæðufé bankans nú miklu minna en áður, og er vonlaust um, að hann geti staðið undir sínum skyldum gagnvart atvinnuvegunum, ef hann fær ekki nýtt fé. Það lán, sem hér er farið fram á, er 100 þús. punda rekstrarlán hjá Barclaysbanka í London, og á það að greiðust upp í lok þessa árs. Þegar þetta loforð fékkst hjá Barclay, var ástandið mun verra en nú. Getur engum blandazt hugur um, að nauðsynlegt er, að þessi ábyrgð fáist. Er hér um stórt mál að ræða, en þó ljóst og einfalt, þar sem er rekstrarfjárþörf atvinnuveganna. þegar illt er í ári, eru atvinnuvegirnir betur bunir til þess að mæta næsta ári, ef til er rekstrarfé. Þetta tryggir, að ekki festist mikið af því, sem til láns er tekið. Ef halda skal atvinnuvegunum áfram, verður að sjá fyrir meira rekstrarfé. Snertir þetta ekki eingöngu stofnanir þær, sem um er að ræða, heldur og alla þjóðina. Vænti ég skjótrar afgreiðslu á þessu máli. Er ekki þörf á að vísa því til n., því að það hefir verið rætt við hana, en ef till. kemur fram um það, mun ég ekki leggjast þar á móti. En þó vil ég biðja n. að afgreiða það fljótt, ef svo skyldi fara, svo að skjót lausn geti orðið, því að bankarnir þurfa þess við.