10.05.1932
Neðri deild: 71. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1895 í B-deild Alþingistíðinda. (2060)

527. mál, reksrarlán fyrir Landsbanka Íslands

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Svo sem sjá má á nál. fjhn, á þskj. 648, leggur n. einróma til, að frv. verði samþ. með lítilsháttar breytingu. Með frv. er farið fram á að veita ríkisstj. heimild til að ábyrgjast f. h. ríkissjóðs bráðabirgðalán í útlöndum, að upphæð allt að £100 þús., fyrir Landsbanka Íslands. Það er farið fram á þessa heimild eftir samráði hæstv. ríkisstj. og bankastjórnar. Landsbankans, og er hugsað fyrst og fremst sem tryggingarráðstöfun.

Það er vitanlegt, að á Landsbankanum hvílir meginþunginn, að verða að leggja til rekstrarfé til atvinnuvega þjóðarinnar, og sömuleiðis meginþunginn um gjaldeyrisporfina gagnvart útlöndum. Og þó bankinn — því betur — voni, að ekki þurfi að nota þessa heimild, þá þykir samt rétt að fá hana veitta sem tryggingarráðstöfun.

Brtt. n. við frv. byggist á því, að n. telur rétt að miða þessa heimild aðeins við þá þörf, sem verða kynni á yfirstandandi ári, og vill n. orða 1. gr. frv. í samræmi við það. Frv. óbreytt verður eigi skilið annan veg en að heimildin skuli gilda frá ári til árs. Brtt. gerir það að verkum, ef hún verður samþ., að leita verður samþykkis Alþingis, ef talið verður nauðsynlegt að endurnýja hana.

Ég hefi þá í stuttu máli gert grein fyrir áliti n. á frv. Hún er öll sammála um þessa afstöðu til frv. og væntir, að hv. d. geti fallizt á að samþ. frv. með brtt. ágreiningslaust.