30.04.1932
Neðri deild: 64. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1902 í B-deild Alþingistíðinda. (2081)

555. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég stend ekki upp til að mótmæla neinu af því, sem hv. þm. N.-Ísf. sagði um greiðslugetu bæjarfélaganna, heldur til að leiðrétta þann misskilning, sem hann virtist vera í, að hér væri nokkrum útgjöldum velt yfir á bæjarfélögin, sem þau sjálf réðu ekki yfir. Hér er einungis um það að ræða, ef þau treysta sér til að greiða starfsmönnum sínum staðaruppbót, þá skuli kennararnir vera þar með. Nú mun það ekki vera nema Rvík, sem talið hefir ástæðu til að greiða starfsmönnum sínum hærri dýrtíðaruppbót en ríkið greiðir, svo það er einungis Rvík, sem hér er um að ræða, og þó er henni í sjálfsvald sett, hvað hún greiðir. Hér er í rauninni ekki verið að hækka nein laun, heldur leiðrétta það, að barnakennarar hafa hingað til verið afskiptir umfram aðra starfsmenn bæjanna. Þeir hafa verið afskiptir vegna þess, að þeir hafa ekki verið taldir starfsmenn bæjarfélaganna. og hér er eingöngu lagt til, að þeir skuli skoðaðir starfsmenn bæjanna framvegis. Þótt ríkið greiði eftir sem áður styrk til að launa þm. þá er enginn eðlismunur á heim og öðrum starfsmönnum bæjar- eða sveitarfélaga og rangt, að þeir njóti ekki staðaruppbótar sem aðrir.