30.04.1932
Neðri deild: 64. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1907 í B-deild Alþingistíðinda. (2087)

555. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Jóhann Jósefsson:

Mér virðist af leiðingin af samþykkt þessa frv. verða sit, að bæjarfélögin verði að þrengja að kosti annara starfsmanna sinna. Þótt kennarastéttin kunni að vera starfsmenn bæjanna, þá hefir hún þó frekar skoðað sig sem starfsmenn ríkisins. Bæjarfélögin hafa mikið að greiða á þessum tímum, og það væri viðbætir að taka til viðbótar uppbót á laun kennaranna. Ég sagði víst áður, að þeir væru 12 í Vestmannaeyjum. En þeir munu vera fleiri. Í haust var uppbótin þar lækkuð úr 40% niður í 30% við starfsmenn bæjarins. Hér yrði því um töluverðan útgjaldaauka að ræða, ef kennararnir væru teknir með.

Mér finnst það atriði gefa bendingu um, að kennarana beri að skoða sem starfsmenn ríkisins, að það hefir víst þrásinnis komið fyrir, að þeir hafa verið skipaðir af fræðslumálastj. gegn tillögum skólanefnda og bæjarstjórnanna. Svo var það með skólastjóra gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Sú staða er nýveitt og þvert gegn till. meiri hl. skólanefndarinnar þar. Mér finnst þó, að ef þessir menn eru taldir starfsmenn bæjanna, þá eigi þeir líka að hafa íhlutunarvald um ráðningu þeirra.

Annars skal ég endurtaka það, að samþykkt þessa frv. verkar að mínu áliti aðeins á þann hátt, að lækkað verður við aðra starfsmenn bæjarins, sem þó eru lægst launaðir áður.