30.04.1932
Neðri deild: 64. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1909 í B-deild Alþingistíðinda. (2091)

555. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég vil aðeins segja, að það er óskylt mál, hvort menn eru starfsmenn bæjar eða ríkis og hitt, hvort veitingarnar eru í höndum bæjarstjórna eða ríkisstjórnar eða að miklu leyti í höndum hvorratveggja, eins og er með kennarana. Og þó að undantekning frá þessu sé að fara eftir till. skólanefnda, þá er hitt almennast.