17.05.1932
Efri deild: 76. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1929 í B-deild Alþingistíðinda. (2136)

557. mál, sjúkrasamlög

Jakob Möller [óyfirl.]:

Mér kom það ekki á óvart, að hæstv. fjmrh. stæði upp til að tala á móti þessu frv. Ég hefi heyrt hann mest beita sér á móti smámunum í útgjöldum ríkisins, og þess vegna var þess að vænta, að hann léti til sín taka í sambandi við þetta mál. En hinsvegar er hæstv. ráðh. að brýna það fyrir mönnum að taka tillit til hins erfiða ástands ríkissjóðs, en að er ekki síður ástæða til að taka tillit til hins erfiða ástands meðal einstaklinganna í landinu. Og þegar hæstv. ráðh. talar um það, að sjúkrasamlögin hefðu átt að koma fyrr, þá er það alveg furðulegur barnaskapur hjá honum, því það er einmitt vegna kreppunnar, sem sjúkrasamlögin eru nú komin í þröng. En hvað viðvíkur því, að þetta sé framtíðarmál, þá vil ég vekja athygli hæstv. ráðh. á því, að það er spaugileg aðferð að láta samlögin fyrst líða undir lok, en taka það svo upp sem framtíðarmál að reisa þau við. Þetta er fjármalapólitík, sem mér þykir leiðinlegt að verða var við í ræðum fjmrh. — Hæstv. ráðh. talaði um vöxt sjúkrasamlaganna í þessu sambandi. Það er ástæðulaust að óttast það, því það, sem farið er fram á, á ekki að verða til þess að lækka gjöld meðlimanna. Það er því engin ástæða til að gera ráð fyrir aðstreymi að sjúkrasamlögunum vegna þessara breyt. Það eitt gæti orsakað aðstreymi að sjúkrasamlögunum, að löggjöfin gengi út á það, að meðlimirnir þyrftu minna að borga. En gjaldið er komið svo hatt, að það er óhugsandi að hafa það meira. Þess vegna er ekki nema um tvennt að gera, annaðhvort að leggja niður sjúkrasamlögin, eða þá að styrkur úr ríkissjóði verði hækkaður.