28.04.1932
Neðri deild: 62. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1938 í B-deild Alþingistíðinda. (2150)

528. mál, reksrarlán fyrir Útvegsbanka Íslands h/f

Jónas Þorbergsson:

Ég vildi aðeins gera örstutta fyrirspurn til hæstv. fjmrh. þegar hér var á öndverðu þingi gerð sú skyndiráðstöfun, að ríkið tæki ábyrgð á innstæðufé Útvegsbankans, þá var af hálfu Framsóknarflokksins sett sem skilyrði fyrir ábyrgðinni, að gerð yrði ný skipun um stjórn og rekstur bankans. Og hæstv. fjmrh., sem fyrir hönd flokksins reifaði málið hér í hv. deild, lét þess getið, að um þetta yrðu gerðar nýjar ráðstafanir.

Nú vildi ég leyfa mér að spyrjast fyrir um það, hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar í þessa átt.