20.05.1932
Efri deild: 79. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1943 í B-deild Alþingistíðinda. (2167)

528. mál, reksrarlán fyrir Útvegsbanka Íslands h/f

Frsm. (Einar Árnason):

Í sambandi við þetta frv. vill fjhn. láta þess getið, að hún telur sjálfsagt, að hinnar ýtrustu varfærni verði gætt um lántökur erlendis. Ef þessi heimild, sem í frv. felst, verður notuð, væntir n. þess, að um það verði seð, að þetta lánsfé gangi ekki til greiðslu á skuldum eða skuldbindingum bankans, eða verði fest að neinu öðru leyti í rekstri hans. Í því trausti, að þess verði gætt, leggur n. til, að þetta frv. verði samþ.