20.05.1932
Efri deild: 79. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1944 í B-deild Alþingistíðinda. (2168)

528. mál, reksrarlán fyrir Útvegsbanka Íslands h/f

Jón Þorláksson:

Til viðbótar því, sem hv. frsm. sagði, vil ég geta þess, að ég er algerlega sammála þeirri yfirlýsingu, sem bankaráð Landsbankans gaf nú í vetur í tilefni af þessari ábyrgðarheimild og skráð er í grg. frv. um heimild fyrir stj. að ábyrgjast samskonar lán fyrir Landsbankann, sem sé, að það sé yfir höfuð afar varhugavert, eins og nú standa sakir, að auka á erlendar skuldir, hvort sem er vegna bankanna eða ríkisins sjálfs. Ég er sannfærður um, að þessi skoðun Landsbankans er rétt. þótt ég hafi ekki viljað leggja á móti því, að sú heimild sé veitt, sem hér er farið fram á, þá er það mín sannfæring, að það væri Útvegsbankanum fyrir beztu, ef hann á nokkurn hátt sæi sér fært að láta þessa heimild ónotaða. Þetta er mitt álit, en hitt er ráð, að ég er ekki svo kunnugur högum bankans, að ég vilji fyrir það leggjast á móti þessari heimild. Ég man því greiða atkv. með þessu frv.