01.04.1932
Efri deild: 40. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1991 í B-deild Alþingistíðinda. (2237)

62. mál, kirkjugarðar

Frsm. (Jón Jónsson):

Ég verð að segja, að mér kom á óvart þessi harða gagnrýni nú á síðasta stigi málsins hér, þar sem frv. hefir ekki sætt neinum andmælum að undanförnu. Því hefir líka verið haldið fram, að hér væri um mikla réttarbót að ræða og framför frá því, sem verið hefir, eins og hv. 1. landsk. einnig viðurkennir. Með frv. er stefnt að því, að kirkjugarðar verði eftirleiðis reistir á sæmilegu „plani“ og yfir höfuð getur frá öllu gengið kirkjugörðum viðkomandi en tíðkazt hefir. Því er heldur ekki hægt að neita, að útlit kirkjugarðanna hefir verið lítill þjóðarsómi, en með þessu frv., ef að lögum verður, er tryggt, að þeir verði betur hirtir.

Það, sem mér virtist hv. 1. landsk. vaxa aðallega í augum, er það, að hér sé ekki um safnaðarmál að ræða, heldur miklu fremur bæjar- og sveitarmál. En kirkjugarðarnir hafa um langan aldur verið í sambandi við kirkjuna og undir stjórn hennar, og er ekki óeðlilegt, að svo haldi áfram að vera, á meðan meiri hluti landsmanna er í þjóðkirkjunni og jarðarfarir eru látnar fara fram eftir helgisiðum þjóðkirkjunnar. Hitt getur vel verið, að í fjölmenni eins og t. d. í Reykjavík, þar sem fleiri söfnuðir eru, en land undir kirkjugarð af skornum skammti, sé heppilegra, að bæjarfélagið taki að sér þessi mál. Við flm. tökum líka þennan möguleika til athugunar, þegar við ákváðum að flytja frv., og breyttum þessu frá því, sem það hefir staðið í frv. á undanförnum þingum, í þá átt, að við gerðum ráð fyrir, þó að hv. 1. landsk. gengi framhjá því í ræðu sinni, að ef einstök bæjar- og sveitarfélög kynnu að óska eftir að taka þessi mál að sér, þá því opin leið til þess að þau gætu það. Ég skil ekki annað, ef andúð er gegn því, að bæjarstjórn hafi þessi mál með höndum, en að bæjarstjórn telji sér skylt að beitast fyrir breytingum í því efni og reyni þá eftir beztu getu að ráða bætur á þessum vandkvæðum. Þetta er heimilað í 2. gr. og ekki neinum vandkvæðum bundið að fá því framgengt hvenær sem bæjarstjórn óskar þess.

Ég sé ekki, þrátt fyrir andmæli hv. l. landsk., ástæðu til að fresta að setja þessa löggjöf, sem ætla má, að raði mikla bót á því menningarleysi, sem kirkjugarðar landsins hafa verið í að undanförnu. Annars vil ég benda á, að slæðzt hafa inn í frv. tvær örlitlar villur, sem ég vona, að verði leiðréttar í uppprentun frv. án þess að gerðar verði um það sérstakar brtt. Fyrri villan er í 7. lið 3. gr., þar sem stendur „er getur í 2. gr. og 3. lið“; þarna á að falla burt skammstöfunin „gr.“ Hin villan er í b-lið 35. gr. Þar stendur „grafreitum“, en á að vera: grafreitnum.

Fleira þarf ég ekki að segja, en vonast til, að hv. þdm. hafi ekki skipt svo skapi undir ræðu hv. 1. landsk., að þeir sjái sér ekki fært að greiða atkv. með frv. út úr deildinni.