20.05.1932
Neðri deild: 79. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2002 í B-deild Alþingistíðinda. (2255)

62. mál, kirkjugarðar

Sveinn Ólafsson:

á þskj. 777 liggja fyrir brtt. frá hv. 1. þm. Skagf. og mér, en har sem hann er ekki mættur á fundinum, leyfi ég mér að fylgja brtt. úr hlaði með nokkrum orðum.

Brtt. lúta allar að fyrirmælum frv. um heimagrafreiti. En þar sem skilyrðin eru tekin fram í frv. fyrir þá, sem slí

ka grafreiti nota, virðist okkur flm. óeðlilega þröngvað kostum þeirra manna og að því stefnt að aftra þeim frá að taka upp slíka reiti.

Frv. gerir ráð fyrir því, að hver, sem slíkan reit byggir, hafi um hann vandaða girðingu. En svo hefir jafnan tíðkazt og það skilyrði sett af kirkjustjórninni. Annað skilyrði kirkjustjórnarinnar hefir jafnan verið, að líkklukka væri á staðnum. Þetta hefir ekki verið tekið upp í frv. og við heldur ekki krafizt þess.

Í frv. er áskilið framlag, 600 kr., til viðhalds grafreitnum. Það finnst okkur óeðlilega hátt. Þegar girtur er slíkur reitur, sem ekki er stærri en 60–80 ferm., þá er augljóst, að vextir af 600 kr. stofnsjóði eru óþarflega miklir til að halda við girðingunni, því að vönduð girðing fyrnist ekki svo fljótt. Leggjum við til, að upphæð þessi færist niður í 150 kr., og er það lágmark.

Einnig er till. um, að dregið sé úr c-lið 35. gr., um gjaldskyldu þeirra, sem grafreitina eiga, til sóknarkirkju. Okkur þykir reit, að grafreitaeigendur séu undanþegnir því að greiða legkaup til sóknarkirkju, en verði hinsvegar gert að greiða hundraðsgjald, eins og öðrum sóknarbúum, af aukaútsvörum.

Af því að umorðun 35. gr. eftir till. okkar gerir 36. gr. óþarfa, leggjum við til, að hún falli niður.

Ennfremur leggjum við til, að lítilsháttar breyt. verði gerð á 37. gr. Við viljum leggja eftirlitsskyldu með heimagrafreitum á herðar prófasta, án þess að lögfesta fyrirmæli um sérstakt gjald fyrir það eftirlit. Þetta hefir verið svo í framkvæmdinni, að prófastar hafa talið það embættisskyldu sína að líta eftir þessum reitum og ekki, svo ég viti, heimtað gjald from yfir lögákveðin visitazíulaun. Þetta er ekki svo mikið starf, að tryggja þurfi próföstum laun þess vegna, og þó að lótið verði eftir reitunum 4–5. hvert ár í sveitum, er próföstum ekki nauðsynlegt að hafa fyrir það lögboðin laun. Að vísu hefir mér verið skýrt frá því, að einhversstaðar hafi komið fyrir, að heimtað var hjá eiganda slíks grafreits jafnvel hærra gjald af prófasti en nemur venjulegri kirkjuvitjun. En óþarft virðist að gefa þar undir fótinn með lagafyrirmælum.

Ég þarf ekki að taka fleira fram um þessar brtt. og þykist mega vænta þess, eftir því sem orð féllu um þetta við 2. umr., að heim verði vel tekið, enda lúta þær að því að lögfesta venjur, sem gilt hafa undanfarið og skapazt hafa eins og óskráð lög að mestu leyti.