02.06.1932
Efri deild: 91. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 603 í B-deild Alþingistíðinda. (229)

297. mál, fjáraukalög 1931

Jón Jónsson:

Fjvn. hefir athugað þetta frv., en ekki séð beina ástæðu til að gefa út sérstakt nál. um það, en leggur til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir. hér er að vísu farið fram á allháar aukafjárveitingar, 348 þús. kr., en n. virðist ekki nema um sjálfsagða og nauðsynlega hluti að ræða, sem ekki verður komizt hjá að samþ. En n. hefir vitanlega ekki haft aðstöðu til að kynna sér reikninga viðvíkjandi því, en telur sjálfsagt, að það sé á sviði endurskoðunarmanna landsreikninganna, ef eitthvað er reikningslega við það að athuga.

Sem sagt, n. leggur til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.