11.05.1932
Neðri deild: 72. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2049 í B-deild Alþingistíðinda. (2308)

466. mál, síldarbræðsluverksmiðja á Austurlandi

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Út af fyrirspurn hv. þm. Seyðf. vil ég taka fram tvennt: Ég er ekki viðbúinn að svara því að vörmu spori, hvort ég tel heimilt að veita þá undanþágu, sem hér er rætt um, eftir þeim heimildum, sem nú gilda, en hitt er það, að jafnvel þó heimild væri fyrir hendi til þessa, þá mundi ég, ef til kæmi, enga slíka undanþágu veita an þess að ráðfæra mig við sjútvn. beggja deilda þingsins, eða þá við miðstjórnir stjórnmálaflokkanna, ef þingi væri slitið.