09.05.1932
Neðri deild: 70. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2065 í B-deild Alþingistíðinda. (2340)

645. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta frv. það felur það eitt í sér að gefa heimild til að „konvertera“ enska láninu frá 1921, ef sæmileg kjör fengjust á nýju láni. Það eru nú fyrstu forvöð til þess að breyta þessu láni í annað ódýrara lán. Annað felur þetta frv. ekki í sér. Þeir peningar, sem teknir verða að láni samkv. þessum l., skulu ekki notaðir til neins annars en til að greiða upp þessi 2 lán, enska lánið frá 1921 og Barclaysbankalánið frá 1930.