12.05.1932
Neðri deild: 73. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2066 í B-deild Alþingistíðinda. (2345)

645. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Einar Arnórsson:

Ég get haft stuttan formála fyrir brtt. minni á þskj. 701. henni er farið fram á, að með láni þessu skuli greiða upp að fullu enska lánið frá 1921 og bráðabirgðalán frá Barclay's Bank Ltd. í London, er notað var á sínum tíma til þess að kaupa fyrir hluti í Útvegsbanka Íslands h/f. Þetta er tekið svo að segja orðrétt úr grg. frv. Breytingin er því aðeins sú, að hér er þetta tekið upp í lögin og verður þannig bindandi fyrirmæli fyrir þann ráðh., er lánið tekur. Má að vísu segja, að ráðh. hefði verið bundinn við ummæli grg. frv., en engin ástæða virðist vera til að vísa þeim, sem lánið tekur, í grg. í Alþt., heldur í sjálfan lagatextann. Líka má deila um það, hve bindandi greinargerðir séu í slíkum efnum. Það þarf væntanlega ekki að taka fram, að lánið verður ekki tekið eftir þessari heimild, nema hagkvæmara sé að taka það en að láta gömlu lánin standa.