12.05.1932
Neðri deild: 73. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2071 í B-deild Alþingistíðinda. (2351)

645. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Það er vitanlegt, að lánveitanda er skýrt frá því, til hvers á að nota lánið. Það er líka vitanlegt, að lánveitandi muni vera fúsari á að veita lán, sem ganga á til þess að greiða eldri lán, heldur en ef um nýtt viðbótarlán er að ræða. En þótt lánveitandi vilji vita þetta, þá er ekki víst, að hann kæri sig neitt um að hafa umsjón með því, hvernig láninu er varið. Það er þetta, sem ég óttast, að geti valdið örðugleika um lántökuna, ef skilyrði fyrir henni þá fast á annað borð. Og þar sem það er viðurkennt af okkur báðum, að ekki sé þörf á að skjóta þessu skilyrði inn, þá tel ég betra, að það sé ekki gert.