23.05.1932
Efri deild: 81. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2081 í B-deild Alþingistíðinda. (2376)

645. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég tel rétt, að forseti verði við ósk hv. 2. landsk., þar sem hann ætlar að athuga nánar atriði, sem við kemur brtt., sem fram er komin. Ég hefi talað um þessa brtt. við 2. umr., þó till. kæmi fyrst fram núna, og mín afstaða er óbreytt um það, að ég tel, að það gæti orðið til þess að hindra lántökuna að setja inn í l., til hvers eigi að verja láninu, og ég tel það næga tryggingu, að þess er getið í grg., að aldrei muni koma til, að nokkur stj. noti lánið til annars en til að endurgreiða þessi lán. Ég hirði ekki um að endurtaka rök mín frekar. Ég hagaði frv. eftir upplýsingum, sem ég fékk hjá Landsbankanum, að það væri rétt að hafa heimildina skilyrðislausa. Að öðru leyti vil ég benda á það, að ef á að samþ. till. hv. 1. landsk., þá þyrfti að hækka upphæð lánsheimildarinnar, því í þeirri upphæð, sem hann tilnefnir, er hvorki gert ráð fyrir kostnaði né afföllum. Sá misskilningur hefir verið á slæðingi, að 1 millj. kr. verði afgangs af þessari lánsheimild eins og hún er orðuð í mínu frv., en það stafar af því, að menn gæta þess ekki, að það verða afföll og kostnaður við að taka lánið, og er ólíklegt, að það verði minna en milli 700–800 þús. kr., svo afgangurinn, þó 12 millj. heimildin verði gefin, yrði ekki meiri en 200–300 þús. kr.

Þessu vil ég skjóta fram til þeirra, sem ætla sér að fylgja till., því það er þeirra að gera brtt. við það, en sú brtt. er nauðsynleg, ef á að samþ. till.