26.05.1932
Efri deild: 84. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2084 í B-deild Alþingistíðinda. (2383)

645. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Forseti (GÓ):

Ég vil taka það fram, að það er mjög spaklega ályktað hjá hv. 2. landsk., að það sé e. t. v. engin stj. í landinu nú, af því hann hefir heyrt, að það mundi vera á leiðinni skeyti um það, að hæstv. stj. beiðist lausnar! (JBald: Getur hæstv. forseti sannað, að konungur sé ekki búinn að fá skeytið?).