28.04.1932
Efri deild: 62. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2105 í B-deild Alþingistíðinda. (2402)

463. mál, fátækralög

Pétur Magnússon:

1) 1) Vantar byrjun ræðunnar. P.M. Ég verð nú að segja, að ég legg ekki svo afarmikið upp úr því, sem haldið hefir verið fram, að útgjöld ríkissjóðs eftir þessari tilhögun, sem ráðgerð er í frv., verði lík og verið hefir undanfarandi ár. Hér liggur aðeins fyrir skýrsla frá einu ári, og á henni er sá útreikningur byggður. En það liggur í augum uppi, að þetta getur breytzt frá ári til árs. Ég álít því, að skýrslan sé hæpinn mælikvarði til að byggja á, hvernig þetta verður í framtíðinni. Ef brtt. mín verður samþ., þá er aðeins um stigmun, en ekki eðlismun að ræða. Og hv. þdm. ættu ekki að láta fæla sig frá því að greiða henni atkv., svo framarlega sem þeir álíta, að hér sé um sanngjarnt mál og réttlatt að ræða.