28.04.1932
Efri deild: 62. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2106 í B-deild Alþingistíðinda. (2403)

463. mál, fátækralög

Jón Þorláksson:

Ég get vel hugsað, að það sé rétt hjá hv. 4. landsk., að þrátt fyrir ummælin í grg. sé ekki enn nægilega rannsakað, hvort útgjöld ríkissjóðs verði samkv. þessu frv. svipuð því, sem þau eru samkv. núgildandi 1. En þessi efasemd hefir þau áhrif á mig, að ég er því ófúsari á að stiga þetta spor stærra, sem efasemdin um þetta er meiri. Ég get bætt við annari ástæðu, sem ekki hefir verið nefnd áður. Ég er ekki viss um, að þessi leið sé goð til áframhalds, ef lengra skal haldið í þá átt að gera jöfnuðinn meiri. Ég held, að sú undirstaða sé ekki rétt til að byggja á, að láta ríkissjóð greiða einan allt til þeirra hreppa eða framfærsluhéraða, sem komast upp fyrir meðaltal með greiðslur vegna fátækraframfæris. Ég held, að líka gæti vel komið til greina að gera jöfnuð innan sýslu. En meðan þetta er enn ekki athugað, þá vil ég ekki ganga svo langt að láta ríkissjóð greiða 2/3 hluta af öllu því, sem fer fram úr meðaltali, heldur vil ég staðnæmast þar, sem frv. staðnæmist og helzt má ætla, að útgjöld ríkisins verði svipuð og nú.