25.05.1932
Neðri deild: 83. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2121 í B-deild Alþingistíðinda. (2433)

463. mál, fátækralög

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Ég hygg, að ástæðan fyrir því, að stj. hlutaðist til um, að frv. Þetta var borið fram í þinginu, hafi sérstaklega verið sú, að tvö frv. um þetta efni höfðu komið fram sitt í hvorri deild og fengið góðar undirtektir. Í Nd. hafði hv. 1. þm. N.-M. borið slíkt frv. fram, en í Ed. hv. 2. landsk. Frv. hv. 2. landsk. komst svo langt, að það var samþ. við 2. umr. í deildinni. Bæði frv. voru sæmilega undirbúin. Hvað snertir frv. það, sem hér liggur fyrir, verð ég að taka það fram, að ég tel það að miklum mun verra en hin frv. Í því er t. d. ekki bætt úr tveim stærstu göllum fátækralaganna, sem hafa verið smánarblettur á íslenzkri löggjöf, fátækraflutningnum og réttindamissi þeirra, sem oft af ósjálfráðum atvikum hafa orðið að þiggja fátækrastyrk. Þó er það svo, að í því er fólgin dálítil umbót frá því, sem nú er. sé ég mér því ekki fært að greiða atkv. á móti því. Þó er ég á sama máli og hv. 2. þm. Reykv. að því er snertir brtt. hans á þskj. 806 og mun því greiða henni atkv. Ég tel ekki ástæðu til að fara að stytta sveitfestistímann, eins og gert er ráð fyrir í 1. gr. frv., þó þessi litla breyt. sé gerð á fátækralögunum.

Sé ég svo ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þetta. Ég er alls ekki ánægður með þessa afgr. þessa máls í þinginu, enda þótt ég greiði atkv. með frv. af því að ég tel, að í því felist breyt. á fátækralögunum, sem heldur séu til bóta.