25.05.1932
Neðri deild: 83. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2122 í B-deild Alþingistíðinda. (2434)

463. mál, fátækralög

Halldór Stefánsson [óyfirl.]:

Ég verð að segja eins og sumir aðrir, sem hér hafa tekið til máls, að ég er alls ekki ánægðir með frv. þetta, samanborið við þau hin önnur frv., sem borin hafa verið fram á þinginu í vetur til breyt. á fátækralöggjöfinni. Ég mun þó ekki að þessu sinni fara að ræða einstök atriði, sem milli þeirra bar, því að það tel ég ekki hafa þýðingu eins og nú standa sakir. Í frv. þessu tel ég felast dálitlar umbætur á fátækralöggjöfinni. Mun ég því liggja þær sem spor í áttina til fullkomnari umbóta á henni. Og þar sem það er sýnt, að frv. kemst ekki í gegn á þessu þingi, ef farið er að breyta því nú, þá er sú aðstaða mín til málsins nú, að ég mun greiða atkv. á móti öllum brtt., en með frv. óbreyttu.