15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2199 í B-deild Alþingistíðinda. (2500)

256. mál, gjaldfrestur bænda og bátaútvegsmanna

Haraldur Guðmundsson:

Ég sé, að hv. n. hefir gert mjög litlar breyt. á frv. frá því, sem það var hér við 1. umr. á það var bent við 1. umr., að tvísýnt hætti, hvort nokkur bót væri að þessu frv. Við nokkrir þm. höfum þrásinnis bent á aðrar leiðir til þess að létta bændum kreppuna, en þeim hefir ekki verið sinnt. Við 1. umr. benti ég á, að yrði frv. að lögum, þætti mér á vanta, að það næði til samvinnufélaga um útgerð. Samkv. frv. þessu nýtur útgerðarmaður, sem á ráð á 30 smálesta skipi, hlunninda, en þótt 10–20 –30 sjómenn eigi sameiginlega ráð á 40 smálesta skipi eða skipum, ná lögin ekki til þeirra. Þetta er ranglæti mikið, og mun ég reyna hug hv. dm. til þess að bæta úr því, með því að bera fram skrifl. brtt. við 1. gr., svo hljóðandi: „Sama er um útgerðarsamvinnufélög sjómanna og verkafólks“.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um frv., en eins og það nú er býst ég ekki við, að það komi að því liði, sem ætlazt er til. Leyfi ég mér svo að afhenda hæstv. forseta brtt. mína.