08.03.1932
Neðri deild: 23. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2293 í B-deild Alþingistíðinda. (2609)

88. mál, einkasala á tóbaki

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Í frv. því, sem hér liggur fyrir, eru ekki stórar breyt. Það snertir aðeins álagningu tóbakseinkasölu ríkisins á tóbaksvörur, og er ákveðið, að álagningin skuli miðast við innkaupsverð vörunnar, kominnar í hús hér á landi, að meðtöldum tolli, en áður hefir álagningin verið miðuð við innkaupsverðið eitt. Eins og kunnugt er, er það almenn venja að miða álagningu við allan kostnað varanna, og vitanlega yrði það í framkvæmdinni miklu haganlegra fyrir Tóbaksverzlun Ísl. Á þeim stutta tíma, sem verzlunin hefir starfað, frá síðastl. áramótum, hefir reynslan sýnt, að hitt fyrirkomulagið er óheppilegt og óþægilegra í framkvæmd.

Í frvgr. er ákveðið, að álagningin skuli vera frá 10–50 af hundraði. Ef einhverjum hv. þdm. kann að þykja það of hátt, það kann að mega lækka hámark þess niður úr 50%. Aðrar breyt. en sú, að lækkað verði hámark álagningarinnar, get ég varla hugsað mér, að fram komi við þetta frv.