08.03.1932
Neðri deild: 23. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2294 í B-deild Alþingistíðinda. (2610)

88. mál, einkasala á tóbaki

Jón Auðunn Jónsson [óyfirl.]:

Ég vil aðeins beina þeirri aths. til hv. fjhn., að hún geri sér ljóst, hvernig álagningin kemur fram, og hvort álagningin getur eigi orðið svo mikil á tóbaksvörunum samkv. þessu frv., að ekki sé réttlátt að samþ. það. Mér er vel kunnugt um það, að verðið á tóbakinu hefir talsvert hækkað síðan einkasalan hófst.