03.05.1932
Efri deild: 66. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2296 í B-deild Alþingistíðinda. (2623)

88. mál, einkasala á tóbaki

Jón Þorláksson:

Ég get tekið undir það með hv. 1. þm. Reykv., að ég hefði kunnað betur við, að hæstv. stj. hefði orð fyrir frv. Það má glöggt sjá, að ætlun frv. er að ná hærri tekjum handa tóbakseinkasölunni, sem eins og kunnugt er eiga að ganga til byggingar- og landnámssjóðs og til verkamannabústaða. Mér virðist sem það þyrfti að gera grein fyrir því, hverjar ástæður væru fyrir því að vilja auka tekjur til þessara stofnana.