03.06.1932
Efri deild: 92. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2297 í B-deild Alþingistíðinda. (2629)

88. mál, einkasala á tóbaki

Jón Þorláksson:

Þar sem mér er kunnugt um, að sú stj., sem nú tekur við, óskar eftir, að þetta frv. verði samþ., þá vil ég ekki setja mig á móti því, að það nái fram að ganga, þó að ég sé hinsvegar ekki þeirrar trúar, að með núv. tilhögun, þ. e. einkasölufyrirkomulaginu, verði þetta til að auka tekjur ríkissjóðs af þessari voru frá því, sem verið hefir síðan tóbakseinkasalan var sett á stofn.