03.06.1932
Efri deild: 93. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2298 í B-deild Alþingistíðinda. (2634)

88. mál, einkasala á tóbaki

Halldór Steinsson [óyfirl.]:

Ég er sammála hæstv. dómsmrh., að ef hækkun þessi hefði uppeldislega þýðingu, þá væri rétt að samþ. frv. En eins og ég hefi tekið fram áður, hverfa uppeldislegu áhrifin, ef smyglunin vex. Út frá minni skoðun mundi því þjóðin hafa lítið af uppeldislegum áhrifum að segja, þó að tóbaksverðið hækkaði að nokkrum mun.