22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2313 í B-deild Alþingistíðinda. (2652)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Frsm. (Jónas Þorbergsson):

Það er út af brtt. á þskj. 487, sem ég vildi taka það fram áður en gengið er til atkv., að ég álít, eins og ég hefi áður sagt í sambandi við frv. það, sem hv. 2. þm. Skagf. hefir borið fram um Menningarsjóð, mesta óráð að breyta um þá stefnu, sem tekin er með setningu þeirra 1. Tilgangur Menningarsjóðs er sá, að standa undir óhjákvæmilegum útgjöldum til styrktar ýmsum menningarlegum málum, sem ekki hafa stuðning af öðru, og ef því er kippt burt, mundi vaxa mjög það kvabb, sem fyrir þinginu liggur árlega um einstaklingsstyrki. Þrátt fyrir það, að ég er hv. þm. fyllilega sammála um, að nauðsynlegt sé að gera allt, sem hægt er, til þess að bæta aðstöðu ríkissjóðs, þá vil ég þó mæla á móti því að breyta þeirri stefnu, sem þingið hefir tekið í þessu efni, og óska ég því, að till. verði felld.