22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2332 í B-deild Alþingistíðinda. (2671)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Hv. þm. hefir misskilið mig. Ég átti við, að sú demokratiska stj., sem nú er í landinu, er sú löglega stj. samkv. gildandi lögum og stjskr. Það er svo í hverju landi, sem demokratiskt stjórnarfar hefir, að til þess að breyta stjórnskipulaginu þarf annaðhvort að breyta lögum eða stjskr. Fyrr en sú breyt. er komin á er ekki hægt að segja, að neinir aðrir hafi lagalegan eða eðlilegan rétt til að taka sæti í stjórninni. (MG: Jú, eðlilegan). Þetta verða allir að sætta sig við. Við búum ekki við skipulag hér, sem nýlega hefir verið fundið upp af framsóknarstj. eða öðrum vondum mönnum, heldur hefir verið unað við það í langa tíð. Og það verða þeir að sætta sig við, sem sækja sín mál, að þurfa til þess laga- og stjórnarskrárbreyt.

Germönsku þjóðunum hefir yfirleitt tekizt að leysa sín vandamal á parlamentariskan hátt, og það vona ég, að okkur takist alltaf.