22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2333 í B-deild Alþingistíðinda. (2673)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Ólafur Thors:

Hæstv. fjmrh. benti á, að öll góð mál leiti sér styrks í því sannleiksgildi, sem í þeim felst, og sigurvonirnar liggi í því. En þetta nægir ekki hér. Ég vil benda á, að við síðustu kosningar krafðist mikill meiri hl. þjóðarinnar þess, að þetta mál hefðist fram. En málið er í sjálfheldu vegna ranglátrar kjördæmaskipunar. Hæstv. ráðh. veit, að Framsókn hefir 23 þm., en aðeins 35% þjóðarinnar bak við sig. Ef Alþýðufl. og Sjálfstæðisfl. nytu jafnréttis, þá ættu þeir að hafa samtals 42 þm., en hafa 19. Ég veit, að hæstv. fjmrh. æskir ekki, að þetta óréttlæti ríki áfram, og því vænti ég þess, að hann beiti áhrifum sínum á sinn flokk í þjónustu réttlætismálsins.