25.04.1932
Efri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2342 í B-deild Alþingistíðinda. (2684)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Einar Árnason:

Mér þótti gott að heyra það frá hv. 1. landsk., að hann hefir í rauninni ekki meint neitt með þeirri yfirlýsingu, sem hann gerði hér á fundinum, þar sem hann hefir nú tekið það fram, að hann hafi ekkert um það sagt, hvort hann og hans flokkur hér í hv. d. mundi geta fylgt brtt. við þetta frv. eða ekki, ef þær kæmu fram. Þetta var það og annað ekki, sem ég vildi fá að vita um, og mér þykir gott að heyra, að það er ekki útilokað, að brtt., sem fram kunna að koma, geti fengið fylgi hv. sjálfstæðismanna. En ef sú yrði niðurstaðan, þá skilst mér, að það geti farið svo, að þessi hv. d. hafi ekki í sínum höndum að ákveða endanlega örlög þessa frv.

Sem sagt, ég er vel ánægður með það, sem fram kom í síðara svari hv. 1. landsk., og tel út frá því líklegt, að samstarf geti orðið um þetta mál.