25.04.1932
Efri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2343 í B-deild Alþingistíðinda. (2686)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Jón Baldvinsson:

Ég hélt, að hæstv. fjmrh., svo skýr maður sem hann er, hefði nokkrum sinnum heyrt það hér í hv. d., að það er meiningin að nota þá aðstöðu, sem andstöðuflokkar hæstv. stj. hafa hér í d., til þess að knýja fram réttlata breyt. á stjórnarskránni. Og meðalið til þess er m. a. að neita hæstv. stj. um alla tekjuauka og jafnvel um framlengingu á þeim skottum, sem hún hefir haft; með því á einmitt að knýja hana til þess að ganga inn á viðunandi samkomulag um stjórnarskrármálið. Annað né meira var það ekki, sem ég atti við áðan, þegar ég talaði um, að gera ætti stj. ómögulegt að stjórna landinu. Þetta hefir hæstv. ráðh. heyrt mörgum sinnum áður hér í hv. d. Og krafan, sem fram á að knýja, hefir við svo mikil rök að styðjast, að á bak við hana standa 65% af öllum kjósendum landsins.