02.06.1932
Efri deild: 90. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2345 í B-deild Alþingistíðinda. (2691)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

2691Jón Jónsson [óyfirl.]:

Ég verð að afsaka f. h. fjvn., að hún kom ekki með nál. En n. leggur til, að frv. verði samþ. Þó áskilur hún sér rétt til að koma með brtt. við 3. umr. Frv. hefir í för með sér 500–600 þús. kr. tekjuauka fyrir ríkissjóð. Tekjuhallinn á fjárl. er nú 590 þús. kr., svo að nærri lætur, að hann jafnist, ef frv. verður samþ. Því er full þörf á, að málið nái óbreytt fram að ganga. Ég býst því ekki við, að ég geti fylgt brtt. hv. 1. landsk. Ég hefi ekkert á móti því, að fundarhlé sé veitt, en álít þó, að brtt. mættu eins bíða til 3. umr., réttast væri að samþ. frv. nú eins og það er. Ég get ekki séð, að hv. 1. landsk. gæti verið neinn óleikur gerður með því.