02.06.1932
Efri deild: 91. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2346 í B-deild Alþingistíðinda. (2695)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Jón Jónsson [óyfirl.]:

Ég skal geta þess út af þessu máli, að fjvn. hefir komi' saman síðan í dag og hefir orðið ásatt um að halda við sína till. að þessu sinni, að frv. gangi óbreytt til 3. umr., og hefir þá hugsað sér, af því að í ráði er að komi ný stj., að bera sig saman við hana milli 2. og 3. umr., hvernig skuli snúast í þessu máli. Eins og ég benti á í dag, eru fjárl. með allmiklum tekjuhalla, og mun því ekki veita af þeim sparnaði, sem þetta frv. veitir. Að sjálfsögðu mun þetta tekið til nýrrar athugunar milli 2. og 3. umr., bæði 2. liður, sem hv. 1. landsk. minntist á í dag, og sömuleiðis annað, sem athugavert er.