02.06.1932
Efri deild: 91. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2347 í B-deild Alþingistíðinda. (2696)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Jón Baldvinsson:

Ég vil byrja með því að spyrja hæstv. forseta, hvort hann ætli að fara eftir tilmælum dm. og bera 1. gr. upp á sama hátt og forseti Nd., að bera upp lið fyrir lið, en gr. er í 8 liðum. þetta hefir þá þýðingu fyrir mig, að ég mundi þá snúast öðruvísi við þessu máli og bera fram till., ef ég vissi um úrskurð forseta og hann felli þannig, að þess þyrfti með. Ég vil því biðja um yfirlýsingu hæstv. forseta.