03.06.1932
Efri deild: 92. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2356 í B-deild Alþingistíðinda. (2710)

258. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Jakob Möller [óyfirl.]:

Það er vitanlega rétt, sem hæstv. dómsmrh. sagði um þessa brtt. mína við 2. lið frv., sem fjallar um það, að tekjur þóðleikhússjóðs renni í ríkissjóð þetta tímabil, að það hefir enga endanlega þýðingu fyrir framkvæmd málsins. Byggingu þjóðleikhússins verður að sjálfsögðu ekki hætt. Þetta getur einungis valdið nokkrum drætti á því, að það verði fullgert. Hinsvegar er á það að lita, að ef haldið væri áfram að lata þetta renna í leikhússjóðinn, væri hægt að fullgera húsið, þannig að það gæti farið að afla tekna og flýta fyrir, að það verði fullgert. Væri því mjög æskilegt, að komizt yrði hjá því að stöðva bygginguna, með því að leggja þessar tekjur undir ríkissjóð. Hinsvegar legg ég ekki neitt ákaflega mikið kapp á, að þessi till. verði samþ., og mun ég ekki, hratt fyrir það, þótt hún verði felld, sjá ástæðu til þess að greiða atkv. á móti frv.